Skilmálar

    Básaleigjendur

    Bókanir bása fara fram í gegnum heimasíðuna gullidmitt.is, á staðnum eða í gegnum síma 519-5584. Ef vandamál koma upp við bókun í gegnum vefinn, vinsamlegast hafðu samband í síma eða með því að senda tölvupóst á gullidmitt@gullidmitt.is.

    Til að eiga rétt á endurgreiðslu þarf afbókun að berast með a.m.k. 14 daga fyrirvara, miðað við upphaf dags leigutímabilsins.

     


     

    Verð

    Öll verð á heimasíðu eru með virðisaukaskatti, nema annað sé sérstaklega tekið fram.

    Ef fyrirtæki eru að selja vörur í bás ber þeim að skila inn réttum skattaupplýsingum og tilkynna við skráningu ef VSK vörur eru í boði.

     


     

    Þóknun

    Gullið mitt heldur eftir 20% þóknun af heildarsölu áður en hagnaður er greiddur út.

    Hagnaður er greiddur inn á reikning þess aðila sem skráður er fyrir básnum og hefur gefið upp reikningsnúmer. Útborgun fer fram í lok leigutímabilsins.

     


     

    Básar

    Leigjandi skal koma með vörur sínar annaðhvort klukkustund fyrir lokun daginn áður en leigutími hefst, eða klukkustund fyrir opnun fyrsta dag leigutíma. Ef enginn mætir eða hefur samband fyrsta dag leigu áskiljum við okkur rétt til að leigja básinn öðrum. Rauðir dagar teljast ekki með í leigutíma ef verslunin er lokuð þann dag.

    Ekki er heimilt að festa neitt á básinn nema með sérstöku leyfi.

    Leigjandi sér um verðmerkingar á sínum vörum og ber ábyrgð á þeim.

    Við lok leigu skal básinn vera tæmdur og hreinn í síðasta lagi ein klukkustund fyrir lokun á síðasta degi leigutímans.

    Ef básinn hefur ekki verið tæmdur innan þess tíma mun starfsfólk taka vörurnar niður og rukka fyrir það afgreiðslugjald upp á 4.000 kr. Sé samið um þetta fyrirfram er gjaldið 2.000 kr.

    Vörur sem eru skildar eftir eru geymdar í allt að 7 daga. Geymslugjald er 1.000 kr. á dag. Eftir 7 daga verða vörur eign Gullið mitt og þær annað hvort gefnar til góðgerðarmála eða ráðstafað með öðrum hætti. Geymslugjöld dragast frá mögulegum söluágóða.

     


     

    Viðhald bása og snyrtimennska

    Leigjendur bera ábyrgð á að halda básum sínum snyrtilegum á öllum tímum. Þetta á bæði við um uppsetningu og reglubundna áfyllingu á meðan á leigutíma stendur.

    Það er ekki heimilt að troða vörum í básinn þannig að hann verði yfirfullur eða óaðgengilegur. Ef leigjandi er með mikið magn af fatnaði eða öðrum vörum, er mikilvægt að koma reglulega í áfyllingu og viðhald til að tryggja gott aðgengi að vörum. Ef bás er orðinn yfirfullur þannig að erfitt er að leita að vörum, áskiljum við okkur rétt til að taka hann niður án fyrirvara. Fyrir slíka aðgerð er rukkað afgreiðslugjald upp á 4.000 kr.

    Starfsmenn verslunarinnar taka létta tiltekt eftir þörfum á meðan leigutími stendur. Þetta felur í sér að rétta af, raða betur eða fjarlægja rusl. Leigjendum er eindregið ráðlagt að taka virkan þátt í því ferli, þar sem snyrtileg framsetning eykur líkur á sölu.

    Ef bás uppfyllir ekki kröfur verslunarinnar um hreinleika og skipulag, eða ef ítrekað er brotið gegn reglum um snyrtimennsku, áskiljum við okkur rétt til að fjarlægja vörur og rifta básaleigu. Tilkynning er send skriflega nema um alvarleg brot sé að ræða.


     


     

    Vöruskilmálar

    Seljandi ber fulla ábyrgð á því að hafa eignarétt á vörum sem hann selur, og að vörurnar séu löglegar til sölu.

    Óheimilt er að selja:

    • Ólöglegar, falsaðar eða stolnar vörur

    • Skaðlegar eða hættulegar vörur

    • Vörur sem starfsfólk metur óviðunandi með tilliti til gilda og ímyndar verslunarinnar (t.d. skítugar, illa lyktandi eða götóttar)

    Nafnspjöld og aðrir markaðsbæklingar eru ekki leyfðir í básum.

    Ef skilmálum er ekki fylgt verða vörur fjarlægðar án fyrirvara, og verslunin áskilur sér rétt til að rifta básaleigu viðkomandi.

     


     

    Verðlagning og skattskil

    Leigjendum er skylt að virða markaðvirði vörunar. Ef seljandi er staðinn að því að hafa aflað sér vöru á verði sem er undir skráðu söluverði, ber honum að telja hagnað sinn fram til skatts í samræmi við lög.

    Vöruskráning og verðmerkingar

    Leigjanda ber skylda til að merkja allar vörur með skýrum hætti. Verðmerkingar skulu vera greinilegar rétt verð ásamt básanúmeri þar sem við á.

    Ef vara er færð á milli bása á meðan á leigutíma stendur, ber leigjanda að uppfæra verðmiðann þannig að hann endurspegli rétt básanúmer. Þetta er nauðsynlegt til að tryggja rétta söluúrvinnslu og að varan sé á réttum bás á meðan leigutíma stendur. 

    Leigjanda er óheimilt að villa um fyrir viðskiptavinum með því að setja upp rangar eða villandi verðupplýsingar sem auglýsingu á básinn. Til dæmis er ekki heimilt að setja upp spjald sem segir „500 kr – 5.000 kr“ ef raunverulegt verðbil vara í básnum er t.d. „500 kr – 15.000 kr“. Allar slíkar rangfærslur eru brot á skilmálum og geta leitt til viðurlaga, þar með talið niðurfellingar bása.


     


     

    Þjófavarnir og ábyrgð

    Þjófavarnarbúnaður fylgir með í básaleigu fyrir allar vörur yfir 2.000 kr.

    Verslunin er vöktuð með:

    • Starfsfólki á gólfi

    • Öryggismyndavélum

    • Öryggishliðum

    Gullið mitt ber enga ábyrgð á stolnum, týndum eða skemmdum vörum, né tjóni af völdum elds eða vatnstjóns.

     


     

    Símgreiðslur og persónuvernd

    Greiðslur fara í gegnum örugga greiðslusíðu og Gullið mitt geymir ekki kortaupplýsingar.

    Ef greiðslur fara fram símleiðis eru kortaupplýsingar alltaf eytt strax að greiðslu lokinni.

    Seljandi ber ábyrgð á að meðhöndla persónuupplýsingar í samræmi við lög. Kaupendur skuldbinda sig til að veita réttar upplýsingar við kaup, þar með talið nafn, heimilisfang og netfang.

     


     

    Trúnaður

    Gullið mitt heitir viðskiptavinum sínum fullum trúnaði. Persónuupplýsingar verða aldrei afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

     

    Ertu með spurningu?